-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram erindi Þóris Ö. Ólafssonar fyrir hönd Joachim ehf. Óskað er eftir úthlutun á lóð nr. 6 við Vetrarbraut á Siglufirði. Einnig er spurt hvort leyfi fengist til að rífa núverandi húseign við Vetrarbraut 4 á Siglufirði og sameina lóðina við Vetrarbraut 6. Tengist þetta áformum um stækkun við fasteignina Aðalgötu 10. Um er að ræða nýbyggingu sem fæli í sér aukningu á núverandi gistirými við Aðalgötu 10.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu á fyrirhuguðum framkvæmdum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir eru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús. Íbúðarhúsið er flutningshús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Einnig óskar Kristinn eftir samþykki bæjarráðs fyrir niðurfellingu gatnagerðagjalda á framkvæmdinni.
Nefndin telur að þessi lóð henti ekki til byggingar en bendir jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.
Bókun fundar
Í ljósi athugasemda umsóknaraðila er málinu vísað aftur til umfjöllunar í skipulags og umhverfisnefnd.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram erindi Jóhannesar Árnasonar fyrir hönd Þórhalls Halldórssonar hjá Rarik þar sem óskað er eftir leyfi fyrir endurnýjun á heitavatnspípu í Skútudal.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Olíudreifing ehf. óskar eftir leyfi til að rífa og fjarlægja tvær vörugeymslur og tvo gasolíugeyma í olíubirgðastöð að Ránargötu 2 skv. meðfylgjandi teikningu. Í framhaldinu verða núverandi girðing og hlið lagfærð eða endurnýjuð.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram nýtt lóðarblað og lóðarleigusamningur þar sem lóðir Olíudreifingar ehf. við Ránargötu 2 og 4 sameinast í eina lóð og fá heimilisfangið Ránargata 4.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagður fram nýr lóðarleigusamningur Vesturgötu 2, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Salmann Kristjánsson óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamning við Hlíðarveg 19, Siglufirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Köfunarþjónustan ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp vinnubúðir við flugstöðina á Siglufirði í ágúst 2015. Við verklok á uppsetningu stoðvirkja sem eru áætluð í september 2018, verða búðirnar teknar niður og öll ummerki um þær fjarlægðar. Alls eru þetta 10 gámar sem eru hver um sig 6 metrar á lengd, 2.5 metrar á breidd og 2,2 metrar á hæð, hvítir að lit.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Eigendur húsnæðis að Múlavegi 6, Ólafsfirði, hafa ákveðið að láta einangra og klæða hluta hússins. Óskað er eftir samþykki á þessari breytingu á húsnæðinu.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli.
Nefndin leggur til að sett verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.
Bókun fundar
Bæjarráð óskar eftir nánari skýringum, útfærslu og kostnaði.
Erindi vísað aftur til skipulags og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Húseigandi að Ólafsvegi 26 óskar eftir að sameina eignarhluta hússins í eina fasteign. Eignarhlutarnir eru: 215-4264 og 215-4265.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Ágúst Hafsteinsson arkitekt fyrir hönd eigenda Eyrargötu 24b, sækir um leyfi til að útbúa einhalla þak á núverandi skyggni fyrir ofan 1.hæð á vesturhlið hússins.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram erindi frá Jóhanni Helgasyni, dagsett 9. júlí 2015, varðandi ásýnd sveitarfélagsins og markaðssetningu Ólafsfjarðar.
Nefndin hefur nú þegar sent út bréf til fyrirtækja og einstaklinga þar sem hvatt er til betrumbóta á umhirðu og ásýnd nærumhverfis og mun halda því áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lögð fram til kynningar hönnunartillaga í vinnslu, af Leirutanga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19. ágúst 2015
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2015.
Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 9,2 millj. kr. sem er 75% af áætlun tímabilsins sem var 12,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 4 millj. kr. sem er 33% af áætlun tímabilsins sem var 12 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 51,6 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 47,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,7 millj. kr. sem er 67% af áætlun tímabilsins sem var 2,6 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -50,5 millj. kr. sem er 132% af áætlun tímabilsins sem var -38,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 9,3 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 12,2 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -9,3 millj. kr. sem er 135% af áætlun tímabilsins sem var -6,9 millj. kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.