Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73. fundur - 19. ágúst 2015
Málsnúmer 1508002F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Lagt fram yfirlit yfir orlofsdaga starfsmanna Fjallabyggðarhafna. Óskað er eftir áætlun frá yfirhafnarverði hvernig orlofsdagar verða kláraðir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Hafnarstjóri fór yfir helstu upplýsingar varðandi endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði.
a) Kostnaður er áætlaður 436 mkr. þar af er hlutur Fjallabyggðar 120 mkr.
b) Framkvæmdatími. Endanlegum framkvæmdum er áætlað að vera lokið í ágúst 2017.
c) Aðrar upplýsingar:
Efnistök við dýpkun eru áætlaðir 52.000 m3. Þar af verða 25.000 m3 notaðir sem fylling á bak við þil.
Mismunur 27.000 m3 verða væntanlega notaðir til uppfyllingar á hafnarsvæðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Nú þegar hafa eftirtaldar bókanir borist vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2016.
a) Ocean Diamond - 8 skipti
b) National Geograpic Explorer - 2 skipti
Hafnarstjórn fagnar þessum bókunum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Hafnarstjóri leggur til að farþegagjöld vegna skemmtiferðaskipa á árinu 2016 verði 1 evra á farþega.
Hafnarstjórn samþykkir þessa gjaldtöku fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar við fjárhagáætlunargerð 2016.
Yfirhafnarverði falið að kanna hver kostnaður er við að koma upp posa á hafnarskrifstofu sem lið í því að efla innheimtu hafnargjalda vegna smærri báta.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Aðgerðir eru í gangi til að halda vargfugli í skefjum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur hefur verið fengin til að taka út starfsemi hafnarsjóðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit hafnarsjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.
Niðurstaða fyrir tímabilið er jákvæð um 2.588.749 millj. umfram tímabilsáætlun eða 22%. Rauntölur -14.568.249 millj. Áætlun -11.979.500 millj.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Minnisblað Hafnasambands Íslands um tryggingamál hafna lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73
Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Niðurstaða fundar bókuð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 73. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 406. fundi bæjarráðs.