Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Málsnúmer 1502002F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Lögð voru fram drög að lýsingu vegna skipulagsvinnu við Leirutanga, þar sem gert verður ráð fyrir tjaldsvæði, athafnasvæði, útivistarsvæði og fuglafriðlandi. Nefndin gekk frá kaflanum "Áherslur skipulags- og umhverfisnefndar" og leggur til að lýsingin verði samþykkt og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Lagt fram bréf Verkís fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar er kynnt breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Gönguskarðsárvirkjunar. Athugasemdir vegna þessa skulu berast fyrir 11.febrúar til skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Sirkus Íslands kannar möguleika á að vera með sýningu í Fjallabyggð á tímabilinu 28.júlí-10.ágúst.
Nefndin fagnar komu Sirkus Íslands í Fjallabyggð og bendir á að sýningahald er mögulegt í báðum byggðarkjörnum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Bás ehf. sækir um úthlutun á lóðum nr. 12 og 2 við Ránargötu á Siglufirði. Hugmyndir Bás ehf. er að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð nr.12. Á lóð nr. 2 eru uppi hugmyndir um að þar verði steypustöð og efnisvinnsla ásamt efnisgeymslu.
Nefndin samþykkir að úthluta Bás ehf. lóð nr.12 við Ránargötu. Lóð nr.2 er ekki hæf til úthlutunar fyrr en búið er að ganga frá lóðinni í samræmi við deiliskipulag.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Lagðar fram breytingar á gjaldskrám fyrir þjónustumiðstöð, vatnsveitu og fráveitu. Breytingin felur í sér viðbót vegna útseldrar vinnu starfsmanna.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 5. febrúar 2015
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni. Þar kemur fram að Vegagerðin stefni að því að hefja framkvæmdir sjóvarna á Siglunesi sem fyrst, þar sem öll tilskilin leyfi og skilyrði hafi verið uppfyllt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 177. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.