Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1501052

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21.01.2015

Vísað til nefndar
Atvinnumálanefnd leggur til að haldið verði Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Lagt er til við bæjarráð að settur verði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerir tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins. Stefnt verði að því að þingið verði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Atvinnumálanefnd lagði til á fundi sínum 21. janúar 2015 að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Lagt var til við bæjarráð að settur yrði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerði tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins.
Stefnt bæri að því að þingið yrði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015.

Eftir umfjöllun samþykkir bæjarráð að óska eftir nánari útfærslu á fyrirtækjaþinginu þ.e. framkvæmd, markmið og áætlaðan kostnað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Bæjarráð mælist til þess við atvinnumálanefnd að ákvörðun um fyrirtækjaþing verði tekin þegar nefndin hefur lokið við heimsóknir sínar til fyrirtækja í Fjallabyggð.

Atvinnumálanefnd - 7. fundur - 04.03.2015

Vísað til nefndar
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlegt fyrirkomulag á fyrirtækjaþingum í Fjallabyggð. Vegna bókunar bæjarráðs um fyrirtækjaþing á fundi sínum þann 17. febrúar sl. vill atvinnumálanefnd koma því á framfæri að kjörtímabilið mun ekki duga til að heimsækja öll fyrirtæki í bæjarfélaginu. Samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa er markmið með þessum þingum m.a. að efla tengsl á milli stjórnsýslunnar og atvinnulífsins, auka á upplýsingaflæði á milli aðila og jafnframt að auka þekkingu allra aðila á atvinnutengdri starfsemi í Fjallabyggð.
Einnig var lagt fram bréf frá MTR þar sem skólinn býður fram aðstoð sína við framkvæmd slíks þings. Nefndin þakkar MTR sýndan áhuga.

Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að fyrsta þing verði haldið um mánaðarmótin september/október 2015 og skipaður verði starfshópur líkt og upphafleg var lagt til, til að undirbúa slíkt þing.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

7. fundur Atvinnumálanefndar frá 4. mars 2015, lagði til við bæjarráð að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, um mánaðarmótin september/október 2015 og að skipaður verði starfshópur til að undirbúa slíkt þing.

Í minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa kemur fram nánari útfærsla á hugmyndinni um fyrirtækjaþing í Fjallabyggð, framkvæmd, markmið og áætlaður kostnaður.

Bæjarráð lítur jákvætt á málið og óskar eftir nánari hugmyndum atvinnumálanefndar að útfærslu.

Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 08.04.2015

Samþykkt
Bæjarráð hefur óskað eftir því að atvinnumálanefnd skili inn nánari hugmyndum að úrfærslu á fyrirtækjaþingi. Atvinnumálanefnd leggur til að á fyrsta þingi nk. haust verði húsnæðismál í bæjarfélaginu til umfjöllunar og felur starfsmanni nefndarinnar að leggja fram drög að dagskrá ásamt kostnaðaráælun fyrir næsta fund.

Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 02.09.2015

Samþykkt
Nefndin samþykkir að halda atvinnumálaþing laugardaginn 31. október þar sem húsnæðismál í Fjallabyggð verða til umræðu. Starfmanni og formanni nefndarinnar er falið að gera drög að dagskrá og leggja fyrir næsta fund.

Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 23.09.2015

Lagt fram
Lögð fram drög að dagskrá ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt lagðar fram tillögur að spurningum vegna könnunar á húsnæðismarkaði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

118. fundur bæjarstjórnar, 9. september 2015, vísaði þessu máli aftur til umfjöllunar hjá atvinnumálanefnd þar sem upplýsingar um kostnað vantaði.

Lögð fyrir bæjarráð til kynningar drög að dagskrá atvinnumálaþings ásamt kostnaðaráætlun.

Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 04.11.2015

Staðfest
Um síðustu helgi var haldið fyrsta Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð eða atvinnumálaþing þar sem fjallað var um húsnæðismál í bæjarfélaginu. Atvinnumálanefnd telur að vel hafi tekist til og góðar og gagnlegar umræður urðu á þinginu. Nefndin vill þakka fyrirlesurum fyrir þeirra framlag. Jafnframt hvetur nefndin bæjarstjórn til að taka til skoðunar með hvaða hætti hún getur stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar. Stefnt skal að því að halda annað atvinnumálaþing að ári liðnu.