Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Málsnúmer 1501008F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því við nefndina að gengið verði frá samning við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar.
Samþykkt.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Sigtryggur Kristjánsson sækir um leyfi til að byggja sólskála við íbúðarhús sitt á Fossvegi 6, Siglufirði. Lögð var fram umsókn ásamt samþykki nágranna.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Haraldur Björnsson sækir um beitarhólf fyrir fjáreigendur að Lambafeni 1, Siglufirði. Svæðið sem um ræðir eru allar sléttur norðan vegarins sem liggur upp að hesthúsunum og austan vegar hjá Steinaflötum.
Umrætt svæði er nú þegar í notkun og er beiðninni hafnað. Nefndin er tilbúin að skoða aðra lausn fyrir fjárbændur og er formanni falið að ræða við umsækjanda.
Bókun fundar
Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristjana R. Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að gera heildarendurskoðun á úthlutun beitarlands í Fjallabyggð.
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Lögð var fram tillaga og kostnaðaráætlun fyrir hindrun til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Lagt er til að notast verði við hlaðið grjót í vírneti og er heildarkostnaður um 2 milljónir. Nefndin vísar því til bæjarráðs að farið verði í þessa framkvæmd strax í vor.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið aftur til skipulags- og umhverfisnefndar með vísun í afgreiðslu 378. fundar bæjarráðs frá 3. febrúar 2015.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Rakel Björnsdóttir óskar eftir endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir Suðurgötu 56 og Háveg 49 þar sem núverandi samningar eru útrunnir.
Lagðir voru fram endurnýjaðir lóðarleigusamningar.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögur að Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem er nú til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/20016 og reglugerð nr. 1001/2011. Frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.
Nefndin mun kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir ef þörf þykir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Fundargerð frá 5.janúar 2015 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28. janúar 2015
Rekstraryfirlit fyrir fyrstu 11 mánuði ársins lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 176. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 112. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.