Skólamötuneyti veturinn 2014-2015

Málsnúmer 1405001

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 06.05.2014

Þjónustusamningar sem í gildi eru vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar renna út í júnímánuði.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að gerð verði skrifleg verðfyrirspurn, skv. 20. gr. innkaupareglna Fjallabyggðar og send þjónustuaðilum fyrir 10. maí næst komandi.
Nefndin leggur til að nýir þjónustusamningar gildi til næstu tveggja ára.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 24.07.2014

Guðný vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis. Ásdís tók hennar sæti á fundinum.

Deildarstjóri lagði fram niðurstöður verðkönnunar meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð um verð fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Svör bárust frá eftirtöldum aðilum:

Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk.
Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.

Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.

Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.

Formaður tók fundarhlé kl. 16:25 til 16:30.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir með þremur atkvæðum fulltrúna meirihlutans, Nönnu Árnadóttur, Hilmars Hreiðarssonar og Ásdísar Sigurðardóttur gegn tveimur atkvæðum minnihlutans, Hólmfríðar Ó N Rafnsdóttur og Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur að verðtilboði Rauðku verði tekið fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29.07.2014

Lögð fram niðurstaða fræðslu- og frístundanefndar sjá 10. fundargerð nefndarinnar frá 24.07.2014.
Þar samþykkir fræðslu- og frístundanefnd með þremur atkvæðum fulltrúum meirihlutans verðtilboð í mat frá Rauðku ehf. fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Í framhaldi af afgreiðslu fagnefndar telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

"Bæjarráð leggur áherslu á að rökstuðningur fylgi ávallt tillögum fagnefnda til bæjarráðs eða bæjarstjórnar og fylgi þeim reglum sem yfirstjórn bæjarfélagsins setur.
Bæjarráð telur eðlilegt og rétt að taka lægsta tilboði í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins".

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að undirrita samninga við lægstbjóðendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19.08.2014

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar um óskir verksala er varðar verðtryggingu á samningsupphæð um skólamáltíðir og einnig að tryggt verði að uppreikningur skv. verðlagsbreytingum komi ekki til lækkunar á samningsverði.

Bæjarráð samþykkir að fallast á óskir verksala um að verð samkvæmt samningi taki breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. september 2015.