Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014

Málsnúmer 1404005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 20.05.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2013 sem haldinn var 27. mars s.l., var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2013.
    Hlutur Fjallabyggðar er 2.394% og arðgreiðslan 8.570.520 kr. Að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti koma 6.856.416 kr. til útgreiðslu.
    Arðurinn er í samræmi við áætlað framlag í áætlun ársins.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Ársfundurinn var haldinn í dag miðvikudaginn 16. apríl kl. 14.00.
    Dagskrá ársfundarins lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarstjóri lagði fram undirritaða verkefnalýsingu dagsetta 9. apríl s.l., er varðar heimasíðugerð fyrir VisitTrollaskagi.is,  milli Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar og Ferðatrölla.
    Einnig var lagt fram bréf frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um erlenda ferðamenn til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög.
    Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd. 
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fyrstu áætlanir um úthlutanir framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014 voru birtar í lok október.  Nú hefur farið fram endurskoðun á áætlunum um úthlutanir einstakra framlaga að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins á grundvelli fjárlaga 2014 og endanlegs álagningastofns útsvars fyrir árið 2012, uppfærðrar stöðu áætlaðs stofns fyrir árið 2014 og íbúafjölda miðað við 1. janúar 2014, eftir því sem við á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá Helga Jóhannssyni Hlíðarvegi 71, Ólafsfirði dags. 3. apríl 2014.  Fram kemur í bréfi hans áskorun um að auglýsa Kirkjuveg 4 til sölu.
    Bæjarráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og felur tæknideild að auglýsa húsið til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram minnisblað frá tæknifulltrúa Fjallabyggðar dags. 24. mars. 2014. Fer bréfritari yfir umsóknir um tvær lóðir við Vesturtanga á Siglufirði.
    Bæjarráð leggur til og felur tæknideild að setja saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð í tengslum við útivistarsvæði á tanganum.
    Lóðunum verði síðan úthlutað samkvæmt áður samþykktri greinargerð að undangenginni auglýsingu til eins aðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá 17. janúar 2011 og tölvupóstur frá 11. mars frá bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar.
    Fram kom í bréfinu að leitað var eftir viðræðum við fyrrum ráðherra heilbrigðismála um mögulegan flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga er tæki yfir heilsugæslu og aðra heilbrigðisþjónustu.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram tilboð í gerð skurðar og lagningu frárennslis frá dælubrunni við Gránugötu og að hótelbyggingu við Snorragötu.
    Þrjú tilboð bárust. Frá Bás ehf, Árna Helgasyni ehf. og Sölva Sölvasyni.
    Bæjarráð leggur til að tilboði Árna Helgasonar ehf. verði tekið, en það var kr. 14.615.000.- eða 94,9% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram til kynningar umsókn bæjarfélagsins til styrktarsjóðs EBÍ frá markaðs- og menningarfulltrúa.
    Heiti verkefnisins er "merkingar á gönguleiðum í Fjallabyggð."
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Ómar Sveinsson og Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir senda Fjallabyggð kauptilboð í Bylgjubyggð 58 Ólafsfirði.
     
    Bæjarráð samþykkir framkomið tilboð og felur bæjarstjóra að undirrita tilboðið.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 sem hér segir.
    1. Vegna Sjávardýragarðs Ólafsfirði kr. 310.000.-.
    2. Vegna Sigurhæða ses. Ólafsfirði 500.000 sjá mál nr. 1310058.
    Samþykkt samhljóða.

    Sólrún Júlíusdóttir lagði fram tillögu um að gerður yrðir viðauki við fjárhagsáætlun 2014, varðandi aðkomu bæjarfélagsins að endurbótum að Hóli á Siglufirði. 
    Um er að ræða 2 milljónir á ári í 4 ár.
    Tillaga borin upp og felld með 2 atkvæðum, gegn atkvæði Sólrúnar Júlíusdóttur.
    Meirihluti bæjarráðs vísar í fyrri samþykkt 99. fundar bæjarstjórnar þar sem þessu máli var vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða Ólafsfjarðar samþykktur samhljóða, en gildistíma er breytt í eitt ár í stað tveggja.
    Ástæða styttri gildistíma er að samningur vegna uppbyggingar skíðagöngubrautar (Bárubrautar) rennur út 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Lögð fram drög að bréfi frá tæknifulltrúa Fjallabyggðar til Siglingasviðs Vegagerðar, er varðar sjóvarnir á Siglunesi, dags. 7. apríl 2014.
    Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars 2014.
    Þar sem formleg beiðni hefur ekki borist frá Siglingasviði Vegagerðarinnar frestar bæjarráð málinu.
    Rétt er að taka fram að ekkert fjármagn er á áætlun Fjallabyggðar né í samgönguáætlun, er varðar sjóvarnir á Siglunesi fyrir árið 2014.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður V Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Málþing verður á Hótel Kea á Akureyri miðvikudaginn 30. apríl 2014.
    S.Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Sólrún Júlíusdóttir eru tilnefndar fyrir Fjallabyggð til að sækja málþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð frá 1. apríl sl. lögð fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Bæjarráð samþykkir drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að óundirrituðum þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
    Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka við fjárhagsáætlun 2014 í samræmi við framkomin drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð 11. fundar frá 27. mars 2014 ásamt ársreikningi 2013, lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð frá 3. febrúar og 10. mars sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16. apríl 2014
    Fundargerð 814. fundar frá 21. mars s.l. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 337. fundar bæjarráðs staðfest á 101. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.