Gangbraut við Gránugötu á Siglufirði

Málsnúmer 1309034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 159. fundur - 18.09.2013

Vegna breyttra gönguleiða grunnskólabarna á Siglufirði í hádegismat er nauðsynlegt að bregðast við með tilliti til umferðaröryggis en nú borða börnin á Kaffi Rauðku. Því þarf að setja upp gangbrautir yfir Gránugötu en umferð á Gránugötu getur bæði verið mikil og þung, sérstaklega í kringum hádegi þegar börnin eru á ferð í og úr mat.

 

Nefndin samþykkir að setja upp gangbraut við gatnamót Aðalgötu og Norðurgötu, tvær við gatnamót Gránugötu og Norðurgötu og eina yfir Gránugötu rétt ofan Grundargötu.