Viðhald húsnæðis Ægisgötu 13 Ólafsfirði

Málsnúmer 1306042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Í erindi skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dagsettu 14. júní er ítrekuð ósk um að fá viðhaldsáætlun fyrir kennsluhúsnæðið að Ægisgötu 13, Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara framkomu erindi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 303. fundur - 09.07.2013

Lögð fram viðhaldsáætlun deildarstjóra tæknideildar fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

Áætlaður heildarkostnaður er um 25 m.kr. og er lagt til að verkþáttum í viðhaldi skólahúsnæðisins verði skipt niður á þrjú fjárhagsár.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til gerðar næstu fjárhagsáætlunar, en í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2013 verður unnið að viðhaldi skólahúsnæðisins fyrir um 3 m.kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15.10.2018

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 2. október 2018 varðandi ástand á þaki skólahúsnæðisins að Ægisgötu 13, Ólafsfirði. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 12. október 2018 þar sem lagt er til að dúkur á þaki Menntaskólans á Tröllaskaga verði lagfærður í þremur áföngum á næstu þremur árum.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðhaldi á þakdúk húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.