Fjárréttarmál í Ólafsfirði

Málsnúmer 1210094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 01.11.2012

Guðmundur Garðarson kom fyrir nefndina og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd Hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri.

Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskar Guðmundur eftir að gefið verði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram.

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 15.11.2012

Á 146. fund nefndarinnar mætti Guðmundur Garðarsson og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri. Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskaði Guðmundur eftir að gefið yrði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram. Afgreiðslu liðarins var frestað til næsta fundar.

Málið er tekið fyrir að nýju og er erindið samþykkt.

Einnig felur nefndin tæknideild Fjallabyggðar að hefja viðræður við sveitarstjórn Skagafjarðar um kostnaðarskiptingu smölunar í landi Fjallabyggðar.