Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Málsnúmer 1208002F
Vakta málsnúmer
.1
1206010
Ályktanir ársþings UÍF 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Lagðar fram ályktanir ársþings UÍF frá því í vor. Þar kemur fram að aðildarfélög UÍF muni kappkosta að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ fyrir árslok 2015. Einnig var ályktað um samgöngumál og bæjaryfirvöld hvött til að bæta og efla samgöngur milli bæjarkjarnanna.
Nefndin fagnar því að félögin skuli stefna að því að verða fyrirmyndafélög ÍSÍ. Umræður um frístundaakstur fór fram og ætlar nefndin að skoða betur í vetur í samvinnu við íþróttafélögin hvernig frístundaakstri verði best fyrir komið í framtíðinni.
Bókun fundar
<DIV>Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
.2
1208018
Ný sólbaðsstofa á Siglufirði
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Undir þessum lið vék Óskar Þórðarson af fundi. Nefndin leggur til að gjaldskrá hækki og stakur tími verði á kr. 1.100.- og að ljósatímum fylgi eingöngu aðgangur að sturtu. Óski viðskiptavinir eftir því að fá að fara í sund, pott eða líkamsrækt þurfa þeir að greiða sérstaklega fyrir það. Samhliða verði lamparnir auglýstir til sölu og kannaður möguleikinn á því að hætta með ljósalampa í íþróttamiðstöðinni.
Bókun fundar
<DIV>Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
.3
1205066
Rekstraryfirlit 30. apríl 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. apríl 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
.4
1207062
Rekstraryfirlit 30. júní 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. júní 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
.5
1206069
Rekstraryfirlit 31. maí 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 31. maí 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
.6
1207001
Samningur og reglur um notkun mótorkorssbrautar í Ólafsfirði
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að reglum sem unnin hafa verið í samráði við Vélsleðafélag Ólafsfjarðar. Nefndi leggur til að ekki verði ekið lengur en til 20:00 á virkum dögum en gerir ekki athugsemdir við drögin að öðru leiti og leggur til að þau verði samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
.7
1207031
Ungt fólk og lýðræði 2012 - skýrsla
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
Skýrslan "Ungt fólk og lýðræði" lögð fram til kynningar. Um er að ræða samantekt eftir ungmennaráðstefnu sem haldin var á Hvolsvelli 29.-31. mars sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Lögð fram til staðfestingar.