Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012

Málsnúmer 1207006F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 267. fundur - 21.08.2012

Lögð fram til staðfestingar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Sigurði Sigurðssyni f.h. Laugarár ehf. vegna reksturs gististaðar að Þverá í Ólafsfirði.
    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í sumarhúsum án veitinga.
    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.
     
    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Ari Trausti Guðmundsson f.h. húsfélagsins Hvanneyrarbraut 64 sendir inn erindi með óskum um úrbætur í þremur liðum.
    1. Venjuleg bílastæði samhliða gangstéttum og þá merkt húsunum, 4-5 við hvern inngang.
    2. Að lokið sé við jarðvegsskipti og gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 - með sama sniði og við nr. 62.
    3. Að fyrirkomulag með grenndargámum sé raungert í samræmi við ákvarðanir um það - sem íbúum var sagt að hafi verið teknar í fyrra af meirihluta íbúa í grenndinni. Þannig má losna við fjölda sorptunna við húsin.
     
    Nefndin bókar:
    1. Ekki er hægt að merkja bílastæði fyrir hvern inngang þar sem stæðin þjóna einnig húsum vestan megin götunnar.
    2. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að lokið sé við jarðvegsskipti, gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 en bendir á að kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.
    3. Settir voru grenndargámar í samræmi við þær ákvarðanir sem höfðu verið teknar, eftir uppsetninguna kom mikil óánægja í ljós vegna stærðar gámanna og voru þeir því fjarlægðir aftur. Hægt væri að koma fyrir minni einingum og smíða e.t.v. timburveggi í kringum þá en kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Gunnar St. Ólafsson f.h. Selvíkur ehf. óskar eftir eftirfarandi varðandi hótelbyggingu við Snorragötu.
    1. Samþykki á lóðarstærð, staðsetningu og fyrirkomulagi.
    2. Samþykki á byggingarreit hótelsins.
    3. Samþykki á hæðarlegu hótels og grunnformi.
    4. Vilyrði um að nú ófrágengnar snjóflóðavarnir muni ekki tefja byggingu hótelsins.
    Einnig, að fengnu samþykki á ofangreindu, er óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil á grunni hönnunar Siglingastofnunar.
     
    Nefndin bókar:
    1. Með vísan til meðfylgjandi teikninga kemur ekki fram hversu stóra lóð um ræðir, en samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn er lóðin 6241 m2. Staðsetning og fyrirkomulag er að öðru leyti samþykkt.
    2. Samþykkt.
    3. Hæðarlega og grunnform samþykkt en bent er á að gólfkóti sé ekki undir 3,0 m, skv. skýrslu um spá um hækkun sjávarborðs eftir Þorstein Jóhannsson.
    4. Nefndin getur ekki lofað að ófrágengnar snjóflóðavarnir tefji ekki byggingu hótelsins þar sem fjármögnun á verkefninu er í höndum Ofanflóðasjóðs.
    Nefndin bendir á að ekki er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir svæðið hjá Skipulagsstofnun en málið er í vinnslu.
    Ekki er hægt að veita heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil þar sem deiliskipulagið hefur ekki öðlast gildi. Það er vilji nefndarinnar að koma verkefninu af stað eins fljótt og kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Vernharður Skarphéðinsson sækir um byggingarlóð undir frístundahús á lóð nr. 4 við Hafnargötu á Siglufirði. Hönnun og útlit húss yrði í samræmi við önnur hús í hverfinu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV><DIV>Bæjarráð leggur áherslu á að verið er að veita leyfi og samþykki fyrir hefðbundið íbúðarhús en ekki frístundahús. Lóðin er skipulögð undir venjulegt íbúðarhús sem tekur mið af umhverfi sínu.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu tengilyftu, Hálsalyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að nánari teikningar og hönnun af undirstöðum berist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu lyftuhúss með salernisaðstöðu við Bungulyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
     
    Ekki er hægt að veita byggingaleyfi fyrir húsinu þar sem um gámaeiningu er að ræða. Nefndin samþykkir hins vegar stöðuleyfi fyrir húsinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses sækir um heimild til að láta BÁS ehf sprengja og vinna grjót í grjótnámunni við Selgil vegna framkvæmda við byggingu golfvallar í Hólsdal á Siglufirði.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að vinnsla úr námunni sé gerð í samráði við tæknideild Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Gunnar St. Ólafsson f.h. Selvíkur ehf. sækir um leyfi til útlitsbreytinga á Gránugötu 17b skv. meðfylgjandi greinargerð.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað beitarhólfi fyrir fjáreigendur.
     
    Nefndin bókar:
    Endurskipulagning á beitarhólfum er í vinnslu og nefndin áréttar að gert verði ráð fyrir fjárbeitarhólfi í því skipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Jón Andrjes Hinriksson sækir um leyfi til breytinga á húseigninni Hvanneyrarbraut 3b skv. meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Sólveig Rósa Sigurðardóttir óskar eftir leyfi til að flytja hæð og ris hússins að Vatnsenda í Ólafsfirði og setja niður á lóð nr. 22 á landi Þverár í Ólafsfirði.
     
    Nefndin setur sig ekki á móti því að húsið verði flutt á lóð nr. 22 á landi Þverár, enda verði lagðar fram fullnægjandi teikningar og samþykki landeiganda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Bjarkey Gunnarsdóttir f.h. Bolla og bedda ehf. óskar eftir að fá að setja upp skilti á Strandgötu 2, Gistihús Jóa skv. meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með tveimur atkvæðum.</DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV></DIV></DIV>