Stækkun og endurbætur Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1106103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 219. fundur - 28.06.2011

Lagt fyrir erindi Teiknistofunnar Víðihlíð 45 um þóknunaráætlun arkitekta vegna hönnunar á stækkun skólabygginga Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við Teiknistofuna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 220. fundur - 05.07.2011












Bæjarstjóri fór yfir þær tillögur sem gerðar hafa verið af arkitektum um stækkun við Grunnskóla Fjallabyggðar. Tillögur þessar byggja á ábendingum frá vinnuhóp bæjarráðs og ábendingum frá skólastjórnendum. Bæjarfélagið hefur látið arkitekta koma fram með tillögur að umræddum nauðsynlegum framkvæmdum. Arkitektar hafa mætt á tvo fundi með fagkennurum, skólastjórnendum og nefndarfólki bæjarfélagsins. Fram hafa komið góðar ábendingar um stærðir, staðsetningar og byggingaráform og er ljóst að búið er að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið á þessum fundum.



Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ólafi H. Marteinssyni og Ingvari Erlingssyni.

"Bæjarráð telur rétt að boða til fundar með skipulags- og umhverfisnefnd, fræðslunefnd, skólastjórnendum og kennurum grunnskólans til að kynna þær hugmyndir sem nálgast best fram komnar ábendingar og þarfir um stækkun skólans.


Ætlunin er eftir þann kynningarfund að fela arkitektum að vinna byggingarnefndarteikningar og að fá til verksins verkfræðinga til að vinna verkfræðiteikningar og er stefnt að útboði næsta haust.


Bæjarráðs vill einnig taka fram að verkáfangar verða metnir að nýju þegar nákvæm útfærsla og kostnaðaráætlun liggur fyrir. Öllum er ljóst að í mikið er ráðist.
Bæjarráðs telur rétt að Fjallabyggð geti boðið upp á góða kennsluaðstöðu í tveimur skólahúsum í stað þriggja. Áætlaður sparnaður er umtalsverður og vísast í greinargerð frá síðasta kjörtímabili því til staðfestingar.


Bæjarráð leggur því áherslu á að sérkennslustofur verða tilbúnar fyrir kennslu haustið 2012 og er áætlaður kostnaður þeirra í samræmi við þriggja ára áætlun bæjarfélagsins.


Bæjarráð mun auk þess á fundi með fræðslunefnd, skólastjórnendum og kennurum, taka til umræðu fyrirkomulag kennslu frá árinu 2012.



Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum. Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti.


Bjarkey Gunnarsdóttir óskaði að bókað yrði að hún væri fylgjandi samþykktri tillögu.


 


Egill Rögnvaldsson lagði fram neðanritaða bókun "Ég get ekki tekið undir bókun meirihlutans, en lýsi þeirri skoðun minni að ráðast í hönnun, kostnaðaráætlun og hefja framkvæmdir við skólahúsnæðið sem fyrst í Ólafsfirði og síðan árið 2014 við skólahúsið á Siglufirði þegar öllu er lokið í Ólafsfirði."
Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um hönnun við arkitekta og verkfræðinga á grundvelli þeirra hugmynda um framkvæmdir sem nú liggja fyrir.