Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1103110

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Lögð er fram breytingartillaga á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028, sem snýr að breytingu á landnotkun 1700 fermetra landsvæðis við Hornbrekkubót í Ólafsfirði.  Vestasti hluti verslunar- og þjónustusvæðis í Hornbrekkubót mun fá skilgreininguna opið svæði til sérstakra nota í samræmi við aðliggjandi svæði.

Samþykkt.