Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. mars 2011

Málsnúmer 1103097

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 15. mars 2011.
Í fundargerðinni kemur m.a. fram ósk um viðræður við bæjaryfirvöld um breytingar og endurbætur á húsnæði Hornbrekku.

Bæjarráð telur eðlilegt að fá fulltrúa stjórnar og forstöðumann á næsta fund bæjarráðs.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Í fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. mars 2011 kemur m.a. fram ósk um viðræður við bæjaryfirvöld um breytingar og endurbætur á húsnæði Hornbrekku.
Á fund bæjarráðs mættu Rósa Jónsdóttir formaður stjórnar og Rúnar Guðlaugsson forstöðumaður Hornbrekku og fóru yfir þær hugmyndir.
Bæjarráð óskaði eftir frekari gögnum frá forstöðumanni.