Uppgjör á skiptingu kostnaðar við endurbætur á skólahúsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1103015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 3.03.2011 um uppgjör á milli sveitarfélaga við Eyjafjörð og ríkis um endurbyggingu og breytingum á húsnæði fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

 

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrar frá 24. mars 2011. Í bréfinu kemur fram ósk um viðræður um endurskoðun samkomulagsins á grundvelli breyttra forsenda.

Bæjarstjóri greindi bæjarráði frá því að fundur bæjar- og sveitarstjóra á Eyjafjarðarsvæðinu verði haldinn hið fyrsta til að ljúka samningi um skiptingu kostnaðar við endurbyggingu á húsnæði fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 215. fundur - 24.05.2011

Lagt fram bréf frá Jóni Hróa Finnssyni sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps, þar sem lögð er áhersla á að nýr samningur verði gerður um stofnkostnað og húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga.

Slíkur samningur nú er í vinnslu.