Varðar veitingarekstur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1009153

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 185. fundur - 28.09.2010

Í erindi frá fulltrúa veitingahússins Allans, er óskað eftir því að veitingasala á vegum sveitarfélagsins í Tjarnarborg verði hætt án tafar, eða að reksturinn verði fjárhagslega aðskilinn og sé rekinn í eðlilegri samkeppni við aðra aðila sem ekki eru tengdir sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fela menningarfulltrúa að afla upplýsinga um félagsheimili sem gegna svipuðu hlutverki.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela menningarnefnd að koma með tillögu að rekstrarformi Tjarnarborgar til framtíðar.