Hafnarstjórn - önnur mál

Málsnúmer 1008109

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26. fundur - 23.08.2010

Lögð fram skrifleg fyrirspurn frá Gunnari R. Kristinssyni er varðar losun á fiskúrgagni í Ólafsfjarðarhöfn. Vísast hér í bréf dags. 23.08.2010.  Gunnar lagði auk þess fram myndir af bryggjutrjám og björgunarstigum löðrandi í úrgangi.
Hafnarstjóri mun kanna málið til næsta fundar og svara fyrirspurninni skriflega.

Hafnarstjórn hvetur umhverfisnefnd til að standa fyrir átaki í umhverfismálum bæjarfélagsins og er lögð rík áhersla á umhverfi - fyrirtæki á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21.08.2014

Hafnarstjórn, aðal- og varamenn ásamt starfsmönnum hafnarinnar fóru í kynnisferð 25. júlí s.l. um hafnir á norðurlandi, Dalvík, Akureyri og Húsavík.
Ferðin var gagnleg og fróðleg og hafnarstjórn þakkar góðar móttökur á höfnunum.