Tillögur um breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggða og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 1006049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010










Á 51. fundi bæjarstjórnar 15. júní s.l. voru samþykktar tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillögurnar þurfa að koma til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Lagt er til að húsnæðisnefnd falli út og hennar verkefni verði flutt til félagsmálanefndar.
Lagt er til að menningarnefnd fari með málefni Tjarnarborgar.
Lagt er til að sveitarstjórn geti heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins þ.m.t. bæjarráð að tilnefna fulltrúa til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útbúa og leggja fram tillögu fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn er byggir á ofangreindum samþykktum.  Jafnframt verði kjör í stjórn Hornbrekku tekið til endurskoðunar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 08.09.2010











Á 51. fundi bæjarstjórnar 15. júní s.l. voru samþykktar tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillögurnar eru til síðari umræðu á 53. fundi bæjarstjórnar 8. september 2010.


Lagt er til að húsnæðisnefnd falli út og hennar verkefni verði flutt til félagsmálanefndar.
57. gr. verði eftir breytingu:
Nefndir á vegum sveitarfélagsins
Bæjarstjórn skal sjá til þess að neðangreindar nefndir séu starfræktar:
1. Almannavarnarnefnd
2. Atvinnu- og ferðamálanefnd
3. Félagsmálanefnd
4. Frístundanefnd
5. Fræðslunefnd
6. Hafnarstjórn
7. Menningarnefnd
8. Skipulags- og umhverfisnefnd
9. Kjörstjórn
Nefndir sveitafélagsins samkvæmt 1. mgr. skulu skipaðar fimm aðalmönnum og fimm varamönnum, nema kjörstjórn sem skal skipuð þrem aðalmönnum og þrem varamönnum sbr. 14. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.
Bæjarstjórn er heimilt að starfrækja fleiri nefndir en taldar eru upp samkvæmt a. lið, enda sé gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitafélagsins.
Bæjarstjórn skal kveða nánar á um hlutverk og valdsvið nefnda í viðauka við samþykkt þessa.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

 Lagt er til að sveitarstjórn geti heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins þ.m.t. bæjarráð að tilnefna fulltrúa til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt.
46. grein verði eftir breytingu:
Kosning í nefndir.
Bæjarstjórn kýs nefndir og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar þessarar. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins eru ekki kjörgengir í stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana sem þeir starfa hjá eða nefndir sem fara með málefni þeirra, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Kjörtímabil nefnda er að jafnaði kjörtímabil bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn skal kjósa formenn nefnda, en á fyrsta fundi nefndar skal kjósa varaformann og ritara nema lög eða bæjarstjórn ákveði annað.
Hafi tveir eða fleiri flokkar eða framboðsaðilar haft samstarf um nefndarkosningar skal sá sem tilnefndi viðkomandi nefndarmann einnig tilnefna varamann hans sé eigi öðruvísi ákveðið í yfirlýsingu skv. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Bæjarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í bæjarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins, þ.m.t. bæjarráð, að tilnefna fulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa.

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum. 
Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá.


Tillaga um breytingu á valdsviði nefnda:
Lagt er til að félagsmálanefnd fari með málefni húsnæðisnefndar og að menningarnefnd fari með málefni Tjarnarborgar.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.


Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Lagt er til að þær greinar í samþykktinni sem vísa í heiti ráðuneytis séu uppfærðar.
Um er að ræða greinar 9, 41, 43 og 44.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.