Bæjarstjórn Fjallabyggðar

53. fundur 08. september 2010 kl. 17:00 - 20:00 í Tjarnarborg
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Halldóra S. Björgvinsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1006050Vakta málsnúmer

Á 51. fundi bæjarstjórnar 15. júní s.l. voru tveir fulltrúar kosnir í stjórn Hornbrekku. Þeir eru Anna María Elíasdóttir og Rósa Jónsdóttir.
Samkv. upplýsingum framkvæmdastjóra þarf sveitarfélagið að skipa fjóra af fimm í stjórn Hornbrekku.
Samþykkt var með 9 atkvæðum tillaga um Kristjönu Sveinsdóttur og Sigurbjörgu Ingvadóttur sem aðalmenn og til vara Nönnu Árnadóttur og Bjarkey Gunnarsdóttur.

Staðfesting yfirkjörstjórnar á breytingu í bæjarstjórn.
Fyrir bæjarstjórn liggja útgefin kjörbréf til bæjarfulltrúa S- lista, Halldóru Salbjörgu Björgvinsdóttur og varabæjarfulltrúa S-lista Guðrúnu Árnadóttur.

2.Tillaga um breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar

Málsnúmer 1006049Vakta málsnúmer











Á 51. fundi bæjarstjórnar 15. júní s.l. voru samþykktar tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillögurnar eru til síðari umræðu á 53. fundi bæjarstjórnar 8. september 2010.


Lagt er til að húsnæðisnefnd falli út og hennar verkefni verði flutt til félagsmálanefndar.
57. gr. verði eftir breytingu:
Nefndir á vegum sveitarfélagsins
Bæjarstjórn skal sjá til þess að neðangreindar nefndir séu starfræktar:
1. Almannavarnarnefnd
2. Atvinnu- og ferðamálanefnd
3. Félagsmálanefnd
4. Frístundanefnd
5. Fræðslunefnd
6. Hafnarstjórn
7. Menningarnefnd
8. Skipulags- og umhverfisnefnd
9. Kjörstjórn
Nefndir sveitafélagsins samkvæmt 1. mgr. skulu skipaðar fimm aðalmönnum og fimm varamönnum, nema kjörstjórn sem skal skipuð þrem aðalmönnum og þrem varamönnum sbr. 14. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.
Bæjarstjórn er heimilt að starfrækja fleiri nefndir en taldar eru upp samkvæmt a. lið, enda sé gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitafélagsins.
Bæjarstjórn skal kveða nánar á um hlutverk og valdsvið nefnda í viðauka við samþykkt þessa.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

 Lagt er til að sveitarstjórn geti heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins þ.m.t. bæjarráð að tilnefna fulltrúa til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt.
46. grein verði eftir breytingu:
Kosning í nefndir.
Bæjarstjórn kýs nefndir og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar þessarar. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins eru ekki kjörgengir í stjórnir þeirra fyrirtækja eða stofnana sem þeir starfa hjá eða nefndir sem fara með málefni þeirra, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Kjörtímabil nefnda er að jafnaði kjörtímabil bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn skal kjósa formenn nefnda, en á fyrsta fundi nefndar skal kjósa varaformann og ritara nema lög eða bæjarstjórn ákveði annað.
Hafi tveir eða fleiri flokkar eða framboðsaðilar haft samstarf um nefndarkosningar skal sá sem tilnefndi viðkomandi nefndarmann einnig tilnefna varamann hans sé eigi öðruvísi ákveðið í yfirlýsingu skv. 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Bæjarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í bæjarstjórn en hefur ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins, þ.m.t. bæjarráð, að tilnefna fulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili fær ekki kjörinn fulltrúa.

Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum. 
Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir og Helga Helgadóttir sátu hjá.


Tillaga um breytingu á valdsviði nefnda:
Lagt er til að félagsmálanefnd fari með málefni húsnæðisnefndar og að menningarnefnd fari með málefni Tjarnarborgar.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.


Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Lagt er til að þær greinar í samþykktinni sem vísa í heiti ráðuneytis séu uppfærðar.
Um er að ræða greinar 9, 41, 43 og 44.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

3.Söluheimild - Steyr, dráttarvél VR-716 og sturtuvagn

Málsnúmer 1008006Vakta málsnúmer









Samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 10. ágúst að auglýsa dráttarvél og sturtuvagn í eigu bæjarfélagsins til sölu.
Skilafrestur tilboða var kl.15.00, 24. ágúst 2010.
Fimm aðilar gerðu tilboð í Steyr 970, VR-716 og sturtuvagn.


182. fundur bæjarráðs frestaði afgreiðslu málsins.
Fyrir liggur tillaga B og D lista um að hafna öllum tilboðum.
Til máls tóku: Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson
Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

4.Framkv. - Malbikun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1008133Vakta málsnúmer

Framkomnar óskir um breytingar á verkefnum sumarsins voru ræddar á 182. fundi bæjarráðs, og afgreiðslu frestað.
Fyrir liggur tillaga B og D lista um að áætlun um malbikun í Ólafsfirði breytist á þann veg að við bætist bílastæði við hús eldri borgara í Ólafsfirði, en yfirlögn á Hornbrekkuveg er frestað. Öðrum breytingum er vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2011.
Til máls tóku: Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson
Tillaga samþykkt með 8 atkvæðum.
Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 24. ágúst 2010

Málsnúmer 1008007FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar Sólrún Júlíusdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 1. september 2010

Málsnúmer 1008015FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 96 Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 96 Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 96 Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26. fundur - 23. ágúst 2010

Málsnúmer 1008010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 <DIV><DIV>Hafnarstjórn fór yfir nýjar tillögur að fyrirhugaðri færslu Snorragötu til austurs og lagfæringu á svæði fyrir framan Síldarminjasafnið og aðstöðu fyrir hótel á hafnarsvæðinu.<BR>Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur, en bendir á nauðsyn þess að gætt verði að aðstöðu fyrir löndun og viðlegu báta.<BR></DIV></DIV> Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 26 Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 2. september 2010

Málsnúmer 1008016FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 8.1 1008137 Vígsla Héðinsfjarðarganga 2. okt. 2010
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar &amp;lt;DIV&amp;gt;Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.&amp;lt;BR&amp;gt;Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.&amp;lt;/DIV&amp;gt;
  • 8.2 1006029 Fjallabyggðarbræðingur - listviðburðir
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.3 1008136 Hátíðir sumarsins 2010
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar &lt;DIV&amp;gt;Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.&lt;BR&amp;gt;Bæjarstjórn tekur undir þakkir til þeirra er stóðu að hátíðum sumarsins.&lt;BR&amp;gt;Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.&lt;/DIV&amp;gt;
  • 8.4 1003146 150 ára afmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar í okt. 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.5 1008147 Styrkumsókn í Þjóðhátíðarsjóð fyrir 2011
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar &lt;DIV&amp;gt;Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.&lt;BR&amp;gt;Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.&lt;/DIV&amp;gt;
  • 8.6 1009008 Menningarvika barna og unglinga í Fjallabyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar &lt;DIV&amp;gt;Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.&lt;BR&amp;gt;Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.&lt;/DIV&amp;gt;
  • 8.7 1009009 Drengskaparheiti um þagnarskyldu
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.8 1008148 Menningarstofnanir skoðaðar - Náttúrugripasafn, Bókasafn og Tjarnarborg
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 34 Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 26. ágúst 2010

Málsnúmer 1008009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 9.1 1008030 Framtíðarfyrirkomulag íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 40 Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.2 1007052 Sandblakvöllur
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 40 Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.3 1008121 Aðstaða fyrir líkamsrækt í Ólafsfirði
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 40 Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar staðfest á 53. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 20:00.