Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1006050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 179. fundur - 10.08.2010

Breytingar á nefndarskipan S lista

Í kjölfar þess að Jón Hrói Finnsson hefur tekið við starfi sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps og Helga Helgadóttir hafið störf hjá félagsþjónustu Fjallabyggðar samþykkir bæjarráð eftirfarandi breytingar á nefndarskipan S- lista í skipulags- og umhverfisnefnd, fræðslunefnd og félagsmálanefnd Fjallabyggðar:

Jón Konráðsson tekur sæti Jóns Hróa sem varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd.
Helga Helgadóttir tekur sæti Jóns Hróa sem aðalmaður í fræðslunefnd.
Þrúður Sigmundsdóttir tekur sæti Helgu Helgadóttur sem varamaður í fræðslunefnd.
Anna Rósa Vigfúsdóttir tekur sæti Helgu Helgadóttur sem aðalmaður í félagsmálanefnd.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 182. fundur - 31.08.2010

Samkvæmt lögum Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um aðalfund á sveitarfélag með 2001 - 3000 íbúa rétt sæti fyrir 4 fulltrúa.

Kjörnir voru:

Ingvar Erlingsson aðalmaður og Sólrún Júlíusdóttir varamaður

Siguður Valur Ásbjarnarson aðalmaður og Þorbjörn Sigurðsson varamaður

Helga Helgadóttir aðalmaður og Egill Rögnvaldsson varamaður

Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður og Sigurður Hlöðvesson varamaður

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 53. fundur - 08.09.2010

Á 51. fundi bæjarstjórnar 15. júní s.l. voru tveir fulltrúar kosnir í stjórn Hornbrekku. Þeir eru Anna María Elíasdóttir og Rósa Jónsdóttir.
Samkv. upplýsingum framkvæmdastjóra þarf sveitarfélagið að skipa fjóra af fimm í stjórn Hornbrekku.
Samþykkt var með 9 atkvæðum tillaga um Kristjönu Sveinsdóttur og Sigurbjörgu Ingvadóttur sem aðalmenn og til vara Nönnu Árnadóttur og Bjarkey Gunnarsdóttur.

Staðfesting yfirkjörstjórnar á breytingu í bæjarstjórn.
Fyrir bæjarstjórn liggja útgefin kjörbréf til bæjarfulltrúa S- lista, Halldóru Salbjörgu Björgvinsdóttur og varabæjarfulltrúa S-lista Guðrúnu Árnadóttur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 188. fundur - 26.10.2010

Borist hefur tilkynning frá Hornbrekku um að fulltrúi starfsmanna í stjórn Hornbrekku sé Líney Hrafnsdóttir og Ásdís Pálmadóttir til vara.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 56. fundur - 10.11.2010

Eftirfarandi breyting á nefndarskipan var samþykkt var með 9 atkvæðum.


a.

Egill Rögnvaldsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur óskað eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi og þeim trúnaðarstörfum sem hann er í á vegum Fjallabyggðar í 6 mánuði,  frá 1 nóvember 2010 til loka apríl 2011, vegna veikinda.
b.
Breyting í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna.
Aðalmaður í stað Egils Rögnvaldssonar í bæjarstjórn verður Guðmundur Gauti Sveinsson.
c.
Breyting í bæjarráði fyrir Samfylkinguna.
Aðalmaður í bæjarráði verður Helga Helgadóttir í stað Egils Rögnvaldssonar og til vara Halldóra S. Björgvinsdóttir.

d.

Breyting í atvinnu- og ferðamálanefnd fyrir Samfylkinguna.
Varamaður í atvinnu og ferðamálanefnd verður Ólafur H. Kárason í stað Egils Rögnvaldssonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 57. fundur - 15.12.2010

a)
Framsóknarflokkurinn í Fjallabyggð tilnefnir Ólaf Jóhannsson, Suðurgötu 44 Siglufirði sem varamann í undirkjörstjórn, Siglufirði í stað Ástu Rósar Reynisdóttur.
Samþykkt með 9 atkvæðum.
b)
Þar sem Sveinn Zophoníasson hefur óskað eftir því að láta af embætti formanns hafnarstjórnar tilnefnir Framsóknarflokkurinn Sverri Sveinsson sem formann hafnarstjórnar.
Samþykkt með 8 atkvæðum. Halldóra S Björgvinsdóttir sat hjá.