Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 17. maí 2010
Málsnúmer 1005009F
Vakta málsnúmer
.1
1005076
Safnadagur safna á Eyjafjarðarsvæðinu - Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Safnadagurinn á Eyjafjarðarsvæðinu var haldinn 1. maí sl. Menningarfulltrúi var með Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar opið í tilefni dagsins. Tónlistar- og ljóðadagskrá var í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði og Síldarminjasafnið var opið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1003046
Stofnun Félags um Síldarævintýrið á Siglufirði
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Stofnað hefur verið áhugamannafélag til að halda hina hefðbundnu hátíð, Síldarævintýrið, um verslunarmannahelgina ár hvert. Meginviðmið er í anda síldaráranna þar sem dagskráin verði metnaðarfull og vönduð og sem mest byggð á menningu Fjallabyggðar. Félagið vill kanna hvort bæjaryfirvöld vilji gera samning við félagið um tilhögun hátíðarinnar og árlegt framlag. Óskað er jafnframt eftir því að sveitarfélagið komi að stofnun félagsins og tilnefni meðstjórnanda og varamann.
Menningarnefnd leggur til að formaður menningarnefndar, á hverjum tíma verði meðstjórnandi sem fulltrúi sveitarfélagsins og að 1. varamaður hans verði varamaður í stjórn félagsins. Nefndin felur menningarfulltrúa að ganga frá samningi við hið nýstofnaða félag.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1005075
17. júní hátíðin á Siglufirði
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Menningarfulltrúi hefur rætt við ýmis félög og félagasamtök til að taka að sér hátíðarhöld á 17. júní á Siglufirði. Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum til að taka verkefnið að sér. Auglýsing verður sett í næstu Tunnu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1005074
Heimasíða Listasafns Fjallabyggðar
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Heimasíða Listasafns Fjallabyggðar var opnuð við útnefningu bæjarlistamanns 15. apríl sl. Heimasíðan hefur vakið mikla athygli í öðrum sveitarfélögum. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þennan merka áfanga í sögu Listasafns Fjallabyggðar og hvetur bæjarbúa til að kynna sér síðuna. Einnig hvetur nefndin næstu bæjarstjórn að ljúka við ljósmyndun allra verka í eigu Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.5
1005073
Tilnefning bæjarlistamanns
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Þann 15. apríl sl. útnefndi menningarnefnd Bergþór Morthens bæjarlistamann Fjallabyggðar 2010 við hátíðlega athöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem bæjarlistamaður er valinn í Fjallabyggð. Nefndinni bárust 2 umsóknir, frá Bergþóri Morthens myndlistarmanni og Guðrúnu Þórisdóttur myndlistarkonu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.6
1005072
Framkvæmdir á bókasafni Siglufjarðar og auglýsing forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Miklar framkvæmdir hafa undanfarið verið á húsnæði Bókasafns Siglufjarðar. Bókasafn Ólafsfjarðar og Bókasafn Siglufjarðar verða sameinuð í Bókasafn Fjallabyggðar. Núverandi 50% stöður forstöðumanna verða lagðar niður frá 1. sept. nk. Auglýst verður eftir forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar í 100% stöðu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.7
1005058
Beiðni um styrk til útgáfu úrvals 100 örnefna vítt og breitt um landið
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 31
Sveitarfélaginu hefur borist bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Í haust eru liðin 100 ár frá því að skipuleg örnefnasöfnun hófst hér á landi. Í tilefni af aldarafmælinu hyggst stofnunin gefa út úrval 100 örnefna vítt og breitt um landið. Um er að ræða ferðahandbók þar sem hægt verður að lesa um menningu og staðhætti á landinu. Farið er þess á leit við sveitarfélagið að það styðji verkefnið um þá fjárhæð sem er á færi þess.
Menningarfulltrúa falið að leita nánari upplýsinga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 31. fundar staðfest á 50. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.