Útgáfuhóf: Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018

Starfsfólk Síldarminjasafnsins kynnir nýútgefna bók safnsins á útgáfuhófi í Gránu, fimmtudaginn 6. desember kl. 17:00. 

Bókin, Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018, er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar - og er gjöf safnsins til samfélagsins. 

Lesnir verða valdir kaflar úr bókinni - sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli, en safnið sjálft er útgefandi. 
Gestir geta svo auðvitað tryggt sér eintak á staðnum. Verð: 9.500 kr.

Á baksíðu bókarinnar segir: 
Siglufjörður. Fáir bæir eiga jafn viðburðaríka sögu og Siglufjörður; hið ótrúlega ris staðarins sem byggðist á síldinni, einum helsta örlagavaldi Íslendinga á 20. öld. Lítið og afskekkt hákarlaþorp komst óvænt í alfaraleið erlendra fiskveiðiþjóða og varð að höfuðstað síldarinnar í Atlantshafi. En svo hvarf síldin – hvað gerðist þá í þessari litlu borg við ysta haf? 
Hér er sagan rakin í 140 völdum ljósmyndum og stuttum textum á íslensku og ensku. Samtímis því að skoða meginþættina í sögu staðarins er skyggnst ofan í hið smáa og hversdagslega, athafnir hinna fullorðnu og leiki barnanna svo dæmi séu nefnd.
Þetta er bók sem allir þeir sem áhuga hafa á sögu Siglufjarðar, eða tengjast honum á einn eða annan hátt, ættu að eiga.

Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafns Íslands, Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn M. Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri.

Léttar veitingar í boði - og allir velkomnir!