Gangamót Greifans 2020

Gangamót Greifans  og Hjólreiðafélags Akureyrar, verður haldið fimmtudaginn 23. júlí næstkomandi. Mótið er hluti af Hjólreiðahátíð Greifans.

Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ. Ræst verður klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað á Akureyri, en gert er ráð fyrir því að síðustu keppendur komi í mark um klukkan 22:00. Hluti keppenda fer einnig inn í Svarfaðardal, tekur þar hringinn og heldur áfram til Akureyrar. Endamörk verða við skíðahótelið í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyri, en endamök verða misjöfn eftir keppnishópum.

Umferðarstýring verður í Ólafsfjarðargöngunum fyrir fyrstu hópa allra flokka í bikarmóti til að auka öryggi keppenda. Ekki er hægt að loka göngunum fyrir alla keppendur en umferð verður stýrt til að hafa sem minnst áhrif á framvindu keppni.

 Rás og braut

Hér má nálgast keppnishandsbók frá því í fyrra, en hún hefur ekki verið gefin út fyrir mótið í ár.

Helstu tengiliðir:

Rögnvaldur Már Helgason, mótsstjóri - rognvaldur.mar@gmail.com / 868-0799