Fréttir

Vígsla snjóflóðavarnargarða á Siglufirði

Þvergarðarnir ofan byggðarinnar í Siglufirði verða vígðir þriðjudaginn 7. júlí kl. 18:00. Vígsluathöfn verður á samkomusvæðinu ofan við garð 2, sem er norðan við syðsta hluta Hávegar.
Lesa meira

Sigurjón með tvö silfur og eitt gull

Sigurjón Sigtryggsson hefur undarfarna daga tekið þátt í Keppni í frjálsum íþróttum á Norræna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna. Vann hann til silfurverðlauna í kúluvarpi og í 100m hlaupi. Þá vann hann einnig til gullverðlauna í 400m hlaupi.
Lesa meira

Úttektir á fræðslumálum og rekstri þjónustumiðstöðva

Fjallabyggð hefur látið taka út rekstur fræðslustofnana og þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins. Niðurstöður og tillögur ráðgjafa hafa nú verið birtar á vefnum.
Lesa meira

Verkefnisstjórar og stundakennarar - Verkmenntaskólinn á Akureyri - Ólafsfjörður og Siglufjörður -

Verkefnisstjórar og stundakennarar við utanverðan Eyjafjörð. Auglýst er eftir verkefnisstjórum til að hafa umsjón með nemendum í framhaldsskólanámi á Ólafsfirði og Siglufirði næsta haust. Um er að ræða starf sem fólgið er í að halda utan um nemendahópinn á hvorum stað og vera honum til aðstoðar við fjarnám sem nemendur munu stunda við VMA. Gert er ráð fyrir u.þ.b. ½ stöðugildi á hvorum stað.
Lesa meira

MX Bikarmót í Ólafsfirði

Bikarmót í mótorkross á vegum Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands verður laugardaginn 27. júní nk. í ný endurbættri og lengdri braut Ólafsfirðinga.
Lesa meira

Mannlífs- og upplýsingasíða fyrir Ólafsfjörð

Gísli Rúnar Gylfason hefur sett upp síðuna www.625.is. Um er að ræða mannlífs- og upplýsingasíðu (byggða á svipuðum hugmyndum og www.sksiglo.is).
Lesa meira

Midnight Sun Race – Miðnætursigling á Siglufirði

Fjórar seglskútur luku siglingakeppninni Midnight Sun Race sem fór fram á Siglufirði 20. – 21. júní. Siglt var frá Siglufirði og hringinn í kring um Grímsey og aftur til baka til Siglufjarðar.
Lesa meira

Keppendur Midnight Sun Race eru komnir til Siglufjarðar.

Á morgun kl. 18:00 verða keppendur í alþjóðlegu siglingakeppni Midnight Sun Race á Siglufirði ræstir. Erlendu skúturnar eru lagstar við bryggju á Siglufirði og setja svip sinn á bæinn.
Lesa meira

Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í gær þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010.
Lesa meira

Söluaðilar óskast - Markaður laugardaginn 20. júní. –

Ætlunin er að setja upp útimarkað á Torginu á Siglufirði laugardaginn 20. júní frá kl. 14:00-17:00.
Lesa meira