Úttektir á fræðslumálum og rekstri þjónustumiðstöðva

Fjallabyggð hefur látið taka út rekstur fræðslustofnana og þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins. Niðurstöður og tillögur ráðgjafa hafa nú verið birtar á vefnum.

Ráðgjafar á vegum Símenntunar rannsókna og ráðgjafar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands unnu að úttektinni á fræðslustofnunum en ráðgjafi frá Stjórnsýsluráðgjöf ehf. vann úttektina á þjónustumiðstöðvunum. Skýrslurnar verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku um framtíð þess rekstrar sem þær hvor um sig ná til. Tekið skal fram að engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort, eða að hvaða marki, tillögum ráðgjafanna verður fylgt.