Vinnuskólinn hefst

Þeir unglingar sem hafa skráð sig í vinnuskóla Fjallabyggðar eiga að mæta þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 8:30 í þjónustumiðstöð.

Skráning fór fram í Grunnskóla Fjallabyggðar 21. maí sl. Ef þú átt eftir að skrá þig vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan fyrir 1. júní nk.

Rétt til vinnu hafa eftirfarandi:

  • Árg. 1998: 4 vikur ½ daginn
  • Árg. 1997: 5 vikur allan daginn, (þó ekki eftir hádegi á föstudögum).
  • Árg. 1996: 6 vikur allan daginn

Skilyrði er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.

Nánari upplýsingar veitir Íþrótta- og tómstundafulltrúi

gisli@fjallabyggd.is / 464-9200