Vinnuskólinn byrjaður

Hreinsun blómabeða á torginu
Hreinsun blómabeða á torginu
Í dag byrjaði vinnuskólinn í Fjallabyggð.

Það er ansi skemmtilegt um að litast í bænum okkar þar sem unglingarnir eru vel sjáanlegir í gulu vestunum sínum að leggja sig fram við að fegra umhverfið. Takið því vel á móti þeim bæjarbúar ef þeir verða á vegi ykkar.

Slátturliðið hefur einnig hafið störf og í mörg horn að litast fyrir starfsmenn þess, þrátt fyrir að tíðin hafi kannski ekki alveg verið sem best og þar af leiðandi tekið svolítið úr vexti gróðursin.

Eins eru sumarstarfsmenn bæjarins á fullu að sinna þessum helstu vorverkum og ber hæst um þessar mundir að nefna málningarvinnu á götunum og gróðursetningu sumarblóma. Við óskum því eftir því að ökumenn aki varlega og sýni starfsmönnunum í rauðu og gulu vestunum virðingu við þeirra störf.

Annars bindum við vonir við það að núna fari sumarið loksins að heimsækja okkur með tilheyrandi yl og hlýju.