Vinnuskóli Fjallabyggðar

Nemendur og floksstjórar vinnuskóla á Siglufirði
Nemendur og floksstjórar vinnuskóla á Siglufirði
Vinnuskóli Fjallabyggðar hefur lokið störfum þetta sumarið. Nemendur voru um 60 talsins og flokksstjórar 12. Einn yfirflokksstjóri var í Ólafsfirði og einn á Siglufirði. Helstu verkefni eru fegrun umhverfis, s.s. gróðursetning. Einnig sá vinnuskóli alfarið um að hirða upp gras eftir sláttulið sem starfar undir þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.

Vinnuskólinn er fyrst og fremst skóli og er hugsaður til þess að ungt fólk fái skilning á því hvað það er að vera í vinnu og hafa ábyrgð. Nemendur og flokksstjórar skólans stóðu sig með prýði í sumar og vert að þakka þeirra störf. Áttu þau sinn þátt í því að bæirnir okkar litu vel út í sumar.

Þakkar starfsfólk vinnuskóla, bæjarbúum og öðrum fyrir ánægjulegt samstarf í sumar.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

vinnuskoli_olf_2010_640 
Nemendur vinnuskóla í Ólafsfirði