Vinnuskóli Fjallabyggðar

Þeir nemendur sem hafa skráð sig til vinnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar fá eftirfarandi vinnu:
  • Árgangur 1999: mætir 10. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 4 vikur)
  • Árgangur 1998: mætir 1. júlí kl. 8:30 (*fær vinnu í 5 vikur)
  • Árgangur 1997: mætir 10. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 8 vikur)

*Um viðmið er að ræða og er hugsanlega meiri vinna í boði.  

Nemendur á Siglufirði mæta  í þjónustumiðstöð, nemendur í Ólafsfirði mæta  við Menningarhúsið Tjarnarborg  (ath. nýja staðsetningu í Ólafsfirði).

Ef einhver á eftir að skrá sig er hægt að hafa samband við undirritaðan. Einnig er hægt að hafa samband ef viðkomandi tímabil hentar illa.

Athugið að einnig er laust eitt starf flokksstjóra vinnuskólans á Siglufirði. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan.

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi