Viðburðir í Fjallabyggð - Opnunarhátíð Norðurstrandaleiðar á Degi hafsins, 8. júní

Þann 8. júní næst komandi verður Dagur hafsins;  World Oceans Day, haldinn hátíðlegur um allan heim og einnig í Fjallabyggð.  Tilgangur þessa dags er meðal annars að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Á þessum degi verður opnunarhátíð Norðurstrandaleiðar; Arctic Coast Way.

Í tilefni dagsins eru íbúar og vinir Fjallabyggðar hvattir til að ganga fjörur Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og týna rusl sem fallið hefur til. 

Móttökustaðir í Fjallabyggð verða eftirfarandi:

Ólafsfjörður: 
Kleifarhorn 
Brennusvæðið vestan ós

Siglufjörður:
Við endann á gamla flugvellinum
Við Eyrarflötina
Við endurvinnslustöð 

Fjallabyggð leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. 

Aðrir viðburðir í tilefni dagsins(pdf útgáfa)

Njótum dagsins, hafsins og alls þess sem Fjallabyggð hefur upp á að bjóða þann 8. júní nk.

Viðburðurinn á Facebook.