Vetrarnámskeið Leitarhunda á Ólafsfirði

Vetrarnámskeið Leitarhunda var haldið á Ólafsfirði dagana 1.-5. mars. Æfingasvæðið var á Lágheiðinni. Alls voru um 27 hundateymi á staðnum sem fengu þjálfun í snjóflóðaleit og þreyttu útkallspróf. Auk hundateymanna voru á svæðinu 5 dómarar, leiðbeinendanemar, 6 aðstoðarmenn frá Akureyri og Neskaupstað. Jafnframt voru um 15 aðstoðarmenn frá björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði til aðstoðar um helgina og 10 menn frá Björgunarsveitinni Tind í Ólafsfirði. Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði sá um matinn fyrir þátttakendur við mikla lukku.