Rusl í Héðinsfirði

Liðsmenn björgunarsveitarinnar að störfum
Liðsmenn björgunarsveitarinnar að störfum

Á dögunum var hópur frá Veraldarvinum í Fjallabyggð. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Þau nálgast markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök. Veraldarvinir eru brautryðjendur í skipulagningu slíkra verkefna hér á Íslandi.

Í Fjallabyggð unnu þeir að nokkrum umhverfisverkefnum, m.a. voru stikaðar gönguleiðir, Dalaleið og Rauðskörð, unnið var í Skógræktinni á Siglufirði og svo var farið í Héðinsfjörð og tínt upp rusl og safnað saman í hauga.

Í gærkvöldi fóru svo nokkrir liðsmenn úr Björgunarsveitinni Strákar, Siglufirði, í Héðinsfjörð og náðu í ruslið sem var töluvert magn eins og sjá má af meðfylgjandi myndum.

Rusl úr Héðinsfirði
Töluvert magn af rusli sem var að finna í Héðinsfirði.

Rusl úr Héðinsfirði
Ruslið komið í land

Rusl úr Héðinsfirði
Notast var við tvær gúmmítuðrur til að ferja rusluð í björgunarbátinn Sigurvin

Rusl úr Héðinsfirði
Á leið í land