Vélsleðamót á Siglufirði kl: 14:00

Mótorklúbbur Siglufjarðar og Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar standa fyrir vélsleðamóti í Skarðinu á Siglufirði næsta laugardag í samvinnu við Skíðasvæðið í Skarðsdal. Mótið hefst kl. 14:00 og er búist við að hátt í 20 keppendur taki þátt í mótinu.

Meðlimir Mótorklúbbs Siglufjarðar eru nú á Siglufirði við að undirbúa brautina með aðstoð reyndra brautarlagningarmanna frá Akureyri .  Þetta er í fyrsta skipti sem vélsleðamót er haldið í Skarðinu. Áhorfendur eru velkomnir og kostar 1.000 kr. inná svæðið. Mótið hefur engin áhrif á aðgang að skíðsvæðinu sjálfu og því verður hægt að skíða um allt svæðið eins og venjulega.