Björn Thoroddsen fór á kostum. (Mynd: Alice Liu)
Árleg Blúshátíð - Blue North Music Festival - var haldin í Ólafsfirði um liðna helgi. Þetta er í 15. skipti sem
hátíðin er haldin og var dagskráin glæsileg að vanda.
Það er Jassklúbbur Ólafsfjarðar, með þá Gísla Rúnar Gylfason og Magnús G. Ólafsson í fararbroddi, sem skipuleggur
hátíðina. Að þessu sinni voru tónleikar fimmtudag, föstudag og laugardag. Hátíðin hófst á fimmtudagskvöldið með
tónleikum Olga Vocal Esemble og lauk svo á laugardagskvöldið með glæsilegum tónleikum þar sem m.a. Björn Thoroddsen gítarleikari fór
á kostum. Á laugardeginum var útimarkaður við Tjarnarborg og ungir tónlistarmenn stigu á stokk. Útvarp Trölli var með beina
útsendingu frá staðnum og góð stemmning var á Ólafsfirði enda "veðurguðirnir" í einstaklega góðu skapi. Hefur svo verið
í 14 skiptum af 15 sem hátíðin hefur farið fram. Nánari umfjöllun og myndir má sjá á heimsíðunni
www.625.is
Útimarkaður var starfræktur við Tjarnaborg í tengslum við Blúshátíðina.
Ungir tónlistarmenn skemmtu gestum og gangandi við Tjarnaborg á laugardeginum.
Útvarp Trölli fm 103,7 var með beina útsendingu frá Tjarnaborg á laugardaginn.
Jón Már og Árni Freyr stigu á svið og komu einnig fram á tónleikunum á laugardagskvöldið.
Franska listakonan Julie Seiller lék eigin tónlist. Hún hefur dvalið í Listhúsinu í Ólafsfirði.
Mynd: Alice Liu.
Olga Vocal Esemble voru með tónleika á fimmtudagskvöldið.
Gísli Rúnar Gylfason stjórnandi Búshátíðarinnar í 15. sinn.
Mynd: Alice Liu.