Fjöldi fólks mætti í Skógræktina
Á föstudaginn var haldið upp á 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar og jafnframt var skógurinn formlega gerður að Opnum skógi. Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opin skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.
Athöfnin fór fram við Leyningsá í Skógræktinni. Gestir frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn er á Akureyri um helgina, mættu fylktu liði og fengu þeir að skoða uppbyggingu skógarins. Fjöldi heimamanna var einnig á svæðinu og tókst hátíðin vel í alla staði
Ávörp fluttu, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar. Kristrún Halldórsdóttir, formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar stýrði samkomunni.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.
Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar
Hluti af gestum
Fjöldi gesta mætti í afmælið
Góðir gestir á góðri stund.
(Kristrún Halldórsdóttir formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar, önnur frá hægri).