Vel heppnaðir Trilludagar

Þessi var ánægður með veiðina
Þessi var ánægður með veiðina

Trilludagar voru haldnir í fyrsta skipti á Siglufirði nú um helgina. Trilludagar eru undanfari Síldarævintýris sem verður um Verslunarmannahelgina.

Trilludagar voru skipulagðir í samvinnu við Rauðku sem gera út bátinn Steina Vigg á sjóstöng og trillueigendur.

Á laugardaginn milli kl. 10:00 og 16:00 var gestum og gangandi boðið að stíga um borð í bát og sigla með þeim út á fjörð þar sem rennt var fyrir fisk. Síðan var í boði að fá fiskinn grillaðann þegar komið var í land. Þetta gafst mjög vel og var þátttaka töluvert umfram væntingar en rúmlega 400 manns nýtt sér þetta tækifæri. Allir sem fóru um borð fengu smá nestispakka frá Aðalbakarínu og drykk frá Samkaup-úrval.
Mikil ánægja var á meðal gesta, jafnt innlendra sem erlendra, með þetta framtak og ljóst að þetta er eitthvað sem byggja má á til framtíðar.
Milli kl. 16:00 - 18:00 var svo öllum boðið í grillveislu og harmonikkutónlist hljómaði um svæðið en Harmonikkubandið og Stúlli sáu um að skemmta.
Fleira var í boði á Trilludögum; gönguferðir, ratleikur í skógræktinni og tónleikar í kirkjunni á sunnudeginum.
Það er mat manna að ákaflega vel hafi tekist til með þessa fyrstu Trilludaga.

Fjallabyggð þakkar Aðalbakarínu, Samkaup-úrval, Rauðku og þeim trillueigendum sem tóku þátt fyrir þeirra framlag til Trilludaga.

Hér má sjá nokkrar myndir frá dögunum.

Sverrir Sveinsson setti Trilludaga

Sverrir Sveinsson fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla setti Trilludaga formlega