Vegleg bókagjöf til bókasafnsins

Hluti af bókagjöfinni
Hluti af bókagjöfinni

Á þriðjudaginn komu verkefnastjórar Reita, þeir Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson í heimsókn á Bókasafn Fjallabyggðar og afhentu safninu 40 veglegar og vandaðar bækur m.a. um myndlist, arkitektúr, og margt fleira.
Markmið með göfinni er tvíþætt. Annars vegar að gefa íbúum Fjallabyggðar og gestum safnsins aðgang að því efni sem unnið er með á Reitum og hins vegar að fá þátttakendur á Reitum til að leita sér að hugmyndum með heimsókn á bókasafnið og þannig að upplifa það að vera þátttakandi í samfélaginu á Siglufirði.
Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður tók á móti gjöfinni og þakkaði hún þeim félögum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf og lofaði að bækurnar færu þegar í stað upp í sérstaka hillu merkta Reitum.

Reitir, bókagjöf
Frá afhendingu bókagjafarinnar. Frá vistri: Ari Marteinsson, Hrönn Hafþórsdóttir og Arnar Ómarsson

Arnar Ómarsson
Arnar Ómarsson.  Allar bækurnar eru sérmerktar gjafamiða frá Reitum.