Vefsýningin Æskan á millistríðsárunum á heimasíðu Sarps

Gaman að benda gestum heimasíðu Fjallabyggðar á að nú er sameiginlega vefsýningin Æskan á millistríðsárunum komin í birtingu á vefsíðunni Sarpur.is.

Sýningin er hluti af kynningarherferð Sarps og er ætlunin með henni að vekja athygli á því sem Sarpur hefur upp á að bjóða þ.e. fjölbreyttan safnkost fjölmargra ólíkra og skemmtilegra safna.

Áhugasamir eru hvattir til að skoða þessa áhugaverðu sýningu ásamt öðrum sem þar eru að finna en HÉR er bein slóð á sýningar Sarps.

Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð rúmlega eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Meirihluti þeirra er nú einnig aðgengilegur á ytri vef sarpur.is.

Vefurinn var opnaður almenningi 13. maí 2013 á vefslóðinni sarpur.is. Á árinu 2014 fékk Rekstrarfélag Sarps Íslensku safnaverðlaunin fyrir vefinn sarpur.is. Vert er að geta þess að vegna höfundarréttarlaga og laga um persónuvernd er ekki hægt að birta öll gögn á ytri vefnum nema að rétthafi hafi veitt til þess leyfi. Það á t.d. við um andlitsmyndir af lifandi fólki.