Veðurspá óbreytt og appelsínugul viðvörun framlengd!
Viðbragðsaðilar funduðu með Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Ísland og Vegagerðinni vegna óveðurs sem væntanlegt er í dag og mun standa alla vikuna. Veðurspá er áfram óbreytt en Appelsínugul viðvörun á Norður- og Austurlandi hefur verið framlengd til miðnættis á miðvikudagskvöld.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum, t.d. sumarhúsgögnum, trampólínum og sorptunnum, til að forðast tjón. Einnig eru aðilar hvattir til að huga að smábátum í höfnum. Þá eru bændur beðnir um að huga að búfénaði.
Athugið að erfiðar aðstæður geta skapast fyrir útivistarfólk og akstursaðstæður einnig, sérstaklega fyrir farartæki sem taka á sig vind. Íbúar og gestir eru hvattir til að skoða veðurspár og vegalokanir vel áður en lagt er af stað í ferðalag og aðlaga eða breyta ferðaáætlunum meðan veður gengur yfir.
Öxnadalsheiði verður lokað í kvöld klukkan 22:00 og verður umferð beint um Tröllaskaga. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Vegna þessa hefur fyrirhuguðum framkvæmdum í Múlagöngum og Strákagöngum verið frestað.
Við biðjum einnig um að ferðamenn sem verða á vegi ykkar verði upplýstir.
Lesa má nánar um veðurspá í þræði hér að neðan:
https://www.vedur.is/vidvaranir