Fjallabyggð og tjaldstæði Fjallabyggðar eru samstarfaðilar Útilegukortsins ehf.
Nú er útilegukortið 2009 er klárt og er það til sölu á skrifstofum Fjallabyggðar.
Þrátt fyrir miklar verðhækkanir milli ára mun Útilegukortið kosta það sama og í fyrra eða 12.900 kr.
Nokkrar breytingar munu eiga sér stað í ár en fjögur ný tjaldsvæði munu koma inní kortið í ár. Þau eru: Indriðastaðir (Skorradal), tjaldsvæðið Blönduósi, Árhús við Hellu og Álfaskeið í Hrunamannahreppi. Sex tjaldsvæði detta út í ár en það eru: Þórisstaðir, Þjórsárver, Húsafell, Arnarstapi, Djúpivogur og Höfn. Fjölmörg stéttarfélög endurgreiða kostnað við ferðalög og frístundir. Samkvæmt athugunum Útilegukortsins ehf. þá geta eigendur Útilegukortsins fengið kortið eða hluta þess endurgreitt hjá sínu stéttarfélagi. Kannaðu málið. Það gæti borgað sig.
Útilegukortið tekur gildi þegar kaupandi hefur skrifað nafn sitt aftan á Útilegukortið.
Kortið veitir eiganda, maka og börnum upp að 16 ára aldri fría gistingu á 31 tjaldsvæði sem eru talin upp í bæklingi þeim sem fylgir með Útilegukortinu.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.utilegukortid.is/