Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur og breytingar á grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg 3 í Ólafsfirði.

Verkið er hluti af stækkun og endurbótum á grunnskólabyggingum í Fjallabyggð, sem skipt er í nokkra framkvæmdaáfanga. Núverandi skólabygging er frá 1950 og er á tveim hæðum samtals um 1090 m².

Húsið er steinsteypt og flestir innveggir eru steinsteyptir. Helstu verkþættir útboðsins eru rif og hreinsun steyptra veggja og gólfa, uppsetning hjólastólalyftu, breyting á snyrtingum, skógeymslum, ræstiaðstöðu og skólastofum í húsinu. Endurnýja þarf gólfefni, innihurðir,lagnir, loftræstingu, raflagnir og málning innanhúss.

Verkið skal unnið frá 7. júni og því skal vera lokið eigi síðar en 27. ágúst 2012.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500 á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580, Siglufirði frá og með mánudeginum 7. maí 2012 klukkan 14.00.

Tilboðin verða opnuð hjá deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar miðvikudaginn 16. maí 2012 klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.