Útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í stækkun grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg 3 í Ólafsfirði. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur hæðum, um 510 fermetrar og 2076 rúmmetrar að stærð. Byggingin er steinsteypt, einangruð og múrhúðuð að innan en múrhúðuð að utan á hefðbundinn hátt.
Þak er stólað valmaþak ofan á einangraðri steyptri plötu.
Innveggir eru ýmist steinsteyptir og múraðir burðarveggir eða hljóðeinangraðir gipsveggir.
Skila skal byggingunni fullfrágenginni að utan og innan en lóðinni í kringum hana skal skila grófjafnaðri.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2012.

Hægt er að skila inn frávikstilboði er miðast við að verkinu sé að fullu lokið eigi síðar en 21. desember 2012.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 5.000 á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði frá og með þriðjudeginum 10. janúar 2012.

Tilboðin verða opnuð á sama stað hjá Deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar föstudaginn 3. febrúar 2012 klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.