Úrslit sveitarstjórnarkosninga

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram þann 31. maí sl. Í Fjallabyggð voru 1.611 á kjörskrá, 813 karlar og 798 konur. Alls greiddu atkvæði 1.368, 694 karlar og 674 konur.
Auðir seðlar voru 34 og ógildi 9.
Gild atkvæði féllu þannig:

Listi Atkvæði  Hlutfall í %  Kjörnir fulltrúar
 B listi Framsóknarmanna   213   16,1%  1
 D listi Sjálfstæðisflokks  389  29,4%  2
 F listi Fjallabyggðarlistans  382  28,8%  2
 S listi Jafnaðarmanna  341  25,7%  2

Eitthvað var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum og mest á listum Framsóknar- og Sjálfstæðismanna, 26 seðlar hjá hvorum lista. Það hafði ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftiraldir:

Sigríður Guðrún Hauksdóttir (D)
Magnús Jónasson (F)
Steinunn María Sveinsdóttir (S)
Sólrún Júlíusdóttir (B)
Helga Helgadóttir (D)
Kristinn Kristjánsson (F)
Kristjana R. Sveinsdóttir (S)

Sjá nánar í fundargerðyfirkjörstjórnar.

Fjallabyggðarlistinn og listi Jafnaðarmanna hafa myndað með sér meirihlutasamkomulag og verða formleg bæjarstjórnarskipti á fundi þann 18. júní nk.