Úrskurður vegna Grunnskólareits á Þormóðseyri

Á fundi bæjarráðs sl. föstudag var lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2913, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. 
Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.
Einnig er hafnað kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar er bæjarstjóra falið að bjóða verkið út hið fyrsta.
Lögð er áhersla á að miða útboð við neðanritaðar dagsetningar.

Auglýsing um útboð verði birt laugardaginn 14. desember.
Gögn afhent miðvikudaginn 18. desember.

ÚTBOÐSYFIRLIT
Kynningarfundur 2. jan. 2014 
Fyrirspurnatíma lýkur 6. jan. 2014 
Svarfrestur rennur út 10. jan. 2014  
Opnunartími tilboða 17. jan. 2014 kl: 10.00 
Upphaf framkvæmdatíma við töku tilboðs 
Lok framkvæmdatíma 15. ágúst. 2014