Uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Tjarnarborg fimmtudaginn 3. mars kl. 17:00. Níu tónlistaratriði með um 30 nemendum voru á dagskrá og kepptust þau um að komast áfram á svæðistónleika Nótunnar í Hofi Akureyri þann 11. mars nk.
NÓTAN – er uppskeruhátíð tónlistarskóla og fer nú fram í sjöunda sinn. Hátíðin er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafns Íslands.
Þau tónlistaratriði sem munu koma fram í Hofi og voru valin af sérstakri dómnefnd eru;
- Kvölda tekur sest er sól (Íslenskt þjóðlag)
Flytjendur: Hörður Ingi Kristjánsson píanó, Ronja Helgadóttir, söngur/fiðla, Kolfinna Arnardóttir, fiðla, Helga Dís Magnúsdóttir gítar/söngur og Kristján Már Kristjánsson trommur.
- Habanera (caramba); Flytjandi: Helga Dís Magnúsdóttir, gítar.
- River Flows In You; Flytjandi: Gabríela Rós Gunnlaugsdóttir, píanó.