Uppsetning stoðvirkja í Hafnarfjalli, Siglufirði, 2. áfangi


Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja í Hafnarfjalli eru nú að hefjast.
Verktaki er ÍAV hf. og mun þessi áfangi verða unninn á næstu þremur sumrum.
Um er að ræða grindur sams konar og eru í Gróuskarðshnjúki og settar voru upp haustið 2003.
Umfang verksins er um það bil þrisvar sinnum meira en í Gróuskarðshnjúki.
Áætlað er að a.m.k. tveir áfangar álíka stórir verði settir upp í Hafnarfjalli á næstu árum.

Vegna framkvæmdanna er mjög mikil hætta á grjóthruni úr fjallinu og er því öll óviðkomandi umferð ofan snjóflóðavarnargarðanna bönnuð.