Umsóknir vegna mótvægisaðgerða margar

Alls bárust 543 umsóknir og sótt var um styrki til verkefna samtals að upphæð rúmlega 3,2 milljarða. Til ráðstöfunar eru 360 milljónir árin 2008 og 2009. Þann 5. febrúar rann út frestur til að sækja um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar.  Alls bárust 303 umsóknir samtals rúmlega 1,8 milljarðar.

Skipting eftir svæðum er eftirfarandi:

Ferðaþjónusta:

Svæði
Fjöldi umsókna
Samtals sótt um
Höfuðborgarsvæðið
22
147.040.000
Suðurnes
8
58.000.000
Vesturland
36
212.544.925
Vestfirðir
87
489.564.758
Norðurland vestra
41
264.820.000
Eyjafjörður
30
191.920.000
Þingeyjarsýslur
27
149.780.000
Austurland
37
238.732.000
Suðurland
14
88.465.000
Samtals
303
1.840.966.683


Unnið er að mati á umsóknum og stefnt er að niðurstöður um styrkveitingar liggi fyrir í lok mars 2008.

Þann 19. febrúar rann út frestur til að sækja um stuðning við verkefni til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar. Alls bárust 240 umsóknir að upphæð 1,4 milljarðar. Skipting á milli svæða er eftirfarandi:

Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar:
Svæði
Fjöldi umsókna
Samtals sótt um
Höfuðborgarsvæðið
0
0
Suðurnes
13
82.950.000
Vesturland
22
124.000.000
Vestfirðir
63
393.400.000
Norðurland vestra
43
218.900.000
Eyjafjörður
34
186.800.000
Þingeyjarsýslur
23
118.500.000
Austurland
30
215.800.000
Suðurland
12
66.700.000
Samtals
240
1.407.050.000

Unnið er að mati á umsóknunum og gert ráð fyrir að niðurstöður styrkveitinga liggi fyrir um miðjan apríl 2008.