Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2024

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024 mánudaginn 4. september 2023
Umsóknarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 24. september 2023. Einungis verður hægt að sækja um rafrænt inn á Rafræn  Fjallabyggð. 

Auglýst verður eftir styrkumsóknum í eftirfarandi flokka:

  • Erindi sem varða fjárhagsáætlanagerð (ábendingar frá íbúum)
  • Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (einstaklingar/félög)
  • Styrkir til menningarmála
  • Styrkir til fræðslumála
  • Styrkir til reksturs safna og setra
  • Styrkir til hátíða og stærri viðburða
  • Grænir styrkir
  • Aðrir styrkir eða framlög