15.08.2008
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að umsóknarfrestur
um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 skuli
framlengdur fyrir nokkur tiltekin byggðarlög. Nýr frestur til að skila umsóknum er til 1. september 2008, og vakin
er athygli á að áður sendar umsóknir gilda áfram.
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á
eyðublaði sem er að finna á vef fiskistofu.
Sveitarfélögin sem framlengingin varðar, auk Fjallabyggðar, eru þessi: Sveitarfélagið Árborg (Eyrarbakki),
Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn),
Sveitarfélagið Gerðahreppur (Garður),
Snæfellsbær (Rif og Ólafsvík),
Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður),
Stykkishólmsbær (Stykkishólmur),
Sveitarfélagið Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur),
Tálknafjarðarhreppur,
Sveitarfélagið Bolungarvík,
Sveitarfélagið Ísafjarðarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur, Ísafjörður),
Árneshreppur (Norðurfjörður),
Kaldrananeshreppur (Drangsnes),
Húnaþing vestra (Hvammstangi),
Blönduósbær (Blönduós),
Sveitarfélagið Höfðahreppur (Skagaströnd),
Grímseyjarhreppur (Grímsey),
Dalvíkurbyggð (Hauganes og Árskógssandur),
Akureyrarbær (Hrísey),
Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörður),
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri),
Seyðisfjörður, Fjarðabyggð (Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður) og Djúpavogshreppur.